Ég sit inni í stofu og horfi út um gluggann. Tikkið í gömlu klukkunni yfirgnæfir öll önnur hljóð. Hærra og hærra; tikk, takk, tikk, takk. Einn og einn bíll líður hægt framhjá glugganum. Það er sunnudagsmorgunn og enginn heima nema ég. Ég sit með hökuna á hnjánum og loka augunum. Ótal hugsanir þjóta í gegn um huga minn. Ég hugsa um allan þann tíma sem við vorum saman. Hvernig þú horfðir alltaf á mig, eins og ég og þú værum einu manneskjurnar í heiminum. Ég man hvernig þú hélst utan um mig....