Í ár mun ég fá svínahamborgarhrygg í matinn á aðfangadagskvöld. Foreldrar mínir hafa þennan mat alltaf á boðstólum þetta kvöld, en ég mun borða hjá þeim í ár. Með honum eru bornar fram brúnaðar kartöflur, heimagert rauðkál, grænar baunir, maís og sveppapiparostasósa; nammi, nammi, namm!! Í eftirmat er svo yfirleitt frómas - ýmist jarðarberja- eða kirsuberja. Í fyrra borðaði ég hjá tengdaforeldrum mínum og fékk þá London lamb. Mér fannst einhvern veginn jólin ekki vera komin úr því að ég fékk...