Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tigercop
Tigercop Notandi frá fornöld Karlmaður
2.238 stig
Áhugamál: Deiglan, Smásögur, Forritun

Re: Skugginn kveður í bili....

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hmmmm … Ég held að Hugi lifi þetta alveg af - en það verður stórt skarð eftir sem fáir/engin mun geta fyllt upp í ef þú kveður endanlega… Það er/hefur verið gaman að fylgjast með þér í gegnum tíðina og sannarlega hefur þú staðið fast á þínu og verið sjálfum þér trúr, ekki látið neinn vaða yfir þig og alltaf getað rökrætt eða svarað fyrir þig. Ég vona nú að þú takir þér bara stutta hvíld og komir nú öflugur til baka því Hugi þarf á góðum pennum að halda. Þú ert einn af þeim sem alltaf hefur...

Re: Silvía - Veistu hver það er?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Veistu - ég var í veislu þar sem 90 manns voru saman komin þegar keppnin var - og veit til þess að í veislunni sögðust aðeins 3 að hafa kosið Silvíu áfram en eingöngu vegna þess að þeir hafa gaman af því að vera “öðruvísi en allir hinir” … Kveðja: Tigercop sem enn er á móti Silvíu Nótt, en óskar Ágústu gæfu og gengis erlendis …

Re: Silvía - Veistu hver það er?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég gruna að flest allir viti nú að þetta sé svona “sirka” það sem raunverulega er í gangi. Að hún fljóti áfram í faðmi barna og unglinga vegna þess að hún er vinsæl fígúra. Ég er þar með alls ekki að segja að það sé engin annar sem fíli svona fíflaskap og taki söngvakeppnina ekki alvarlegri en svo að þeim sé slétt sama um þetta batterí… Það að ein og ein amma eða nokkrir partýgestir hingað og þangað hafi verið að fíla þetta þá er það samt öruggt og reyndar um það bil hægt að alhæfa að ef...

Re: Silvía - Veistu hver það er?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Endalaust vel skrifuð og skemmtilega orðuð grein hjá þér! Það er orðið sjaldgæft að maður rekist á greinar sem maður nennir að lesa hérna, orð fyrir orð - og hefur gaman af. Very well done! Fyrir mína parta í sambandi við þessa fígúru sem kallast Silvía Nótt - er það engin nýjung eða launung að ég er og hef aldrei fílað hana eða fundist hún vera að “geraða” … Reyndar verð ég að viðurkenna að ég er hrifinn af markaðssetningunni, fléttunum og ádeilunni sem kynóða kynslóðin sem upp er að vaxa...

Re: Ég skora á JReykdal!

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Well, ég er ekki alveg sammála þér í þessu. Persónulega finnst mér nú að langflestir stjórnendur hérna á Huga séu að gera góða hluti, reyna að sikta út rusl og stilla til friðar þar sem við á … Það hafa alltaf verið einhverjir sem þó hafa ekki valdið “starfinu” og jafnvel orðið óvirkir en flestir eru að gera það gott. Aftur á móti eru það mjög margir af hinum venjulegu notendum sem eru með óþarfa skítkast þegar inn koma greinar eða korkar - og auðvitað alltaf einhverjir sem gera í því að...

Re: Elliðaárnar

í Veiði fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta er fín grein/ritgerð hjá þér - vel skrifuð og bara til fyrirmyndar á allan hátt. Vel gert. Kveðja: Tigercop sem væri alveg til í að fara í laxveiðiferð, svona til að fá tilbreytingu í “veiðiferðirnar” sínar …

Re: Bekkpressa?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég las það einhvers staðar um daginn að Ágústa Johnsson væri að selja einhver tæki og tól - svo kannski þú ættir að prufa að setja þig í samband við hana og athuga hvort hún eigi ekki eitthvað handa þér … Kveðja: Tigercop sem lyftir einni af gellunum sínum þegar hann þarf að æfa - sú skemmtilegasta er sko 65kg og ansi sleip daman sú að tarna… wrarrr!

Re: Silvía með !!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég er sammála þér með að þessi umfjöllun öll á eftir að fleyta henni mjög langt - það er ekki spurning sko … Gemsa kynslóðin mun sjá til þess, það er hárrétt hjá þér! Hver veit, kannski er þetta blessaða lag bara ágæt tilbreyting frá hinum hefðbundnu júróvisíonlögum okkar, og hver veit nema það fljóti áfram erlendis líka ef það fær tækifæri þar … Kveðja: Tigercop sem enn er sama sinnis varðandi fígúruna Silvíu Nótt, that is, she doesn´t belong outside of Iceland - nema kannski sem ferðafígúra.

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Pff hvað hljóp í þig. Frostrósadívurnar eru hundleiðinlegar. Málið er að það eru ekkert bara börn sem eru að fíla Silvíu Nótt. Get alveg sagt þér að hálfsextugur faðir minn hoppaði hæð sína af spenningi þegar hann heyrði þetta lag og að þetta væri Silvía.” Pff… hvað er með þig? Það er þitt álit að dívurnar séu hundleiðinlegar - og ég virði þitt álit. Mitt álit er að þær séu dásamlegar. Má ég ekki hafa mitt álit á Silvíu Nótt? Má mér ekki finnast hún vera fígúra og prumpubrandari? Ég tel að...

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Mitt álit á þessari “söngkonu” er jú mitt álit og ég hef fullan rétt á því að finnast hún góð eða ekki góð. Kveðja: Tigercop sem notar gæsalappir þegar honum sýnist, í textum, orðum eða jafnvel í matinn …

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er þinn réttur að finnast það leiðinlegt sem ég skrifa, ekki er ég að neyða þig til að lesa eitt eða neitt sem ég læt frá mér fara. Kveðja: Tigercop sem finnst ekkert að því þó sumum finnist hann lélegur kveðjupóstari …

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Veistu, ég hef bara engan áhuga á þessu og hef bara, eins og ég skrifaði í “kveðju” í síðustu skilaboðum, það eitt markmið hérna - að eyða tíma því ég er að elda og biðin eftir steikinni er leiðinleg … *punktur*. Ég er ekki einusinni að pæla alvarlega í þessu - kem með hluti gripna úr þunnu lofti og kasta bara því sem mér dettur í hug í augnablikinu og án þess að spá í hvað ég er að bulla. Ég hafði ekki hugsað mér að rökræða um hluti sem ég hef engan áhuga á. Ég hef ekki einu sinni heyrt...

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já, það er reyndar hárrétt. Því skrýtnari sem lögin eða flytendurnir eru - því öruggara er að fólk man eftir þeim þegar að kosningunni kemur - og því ekki útilokað að þannig lög komist lengra en jafnvel mjög góð lög(sem þetta lag gæti svo sem alveg verið, en ég hef ekki heyrt það ennþá og get því ekki dæmt það úr leik - nema bara fyrir “söngkonuna”) … Kveðja: Tigercop - kominn í spreng af löngun í eitthvað skuggalega skrýtið og skemmtilegt … ;) Kannski mun Silvía Nótt ná gamla góða sætinu...

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jú, sjáðu til: Börn þjóðarinnar = hluti af þjóðinni en ekki þjóðin sjálf (óþroska börn og unglingar sem taka ákvörðun um hlut sem þau hafa ekkert vit á en sem þau halda að verði okkur til framdráttar). Halldór+Davíð = hluti af þjóðinni en ekki þjóðin sjálf (stjórnmálamenn sem taka ákvörðun um málefni sem þeir hafa ekki rassgat vit á en sem þeir halda að verði okkur til framdráttar)… Kveðja: Tigercop sem var aðeins að leiðast vegna þess að það voru engin ný skilaboð í skjóðunni sinni - svo...

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Njeee .. veistu - ég var nú bara að spá í hlutina og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði að “Silvía Nótt” væri með lag í keppninni - var “auglýsingabrella”… En ég hef ekki heyrt þetta lag og það getur vel verið að hún sé að gera ágætis hluti, og hver veit nema svona fígúra geti hugsanlega gert það sem toppfólk í brazanum getur ekki gert *hux*. Kannski þurfum við bara að breyta þankagangi okkar, stíga næsta skref og prufa nýja hluti frekar en að vera með svona fordóma gagnvart...

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þessi sömu börn þjóðarinnar hafa lítið sem ekkert með keppnina úti að gera, annað en skammast sín fyrir gsm-kosninguna sína hérna heima þegar Ísland verður á botni þeirrar keppni með Silvíu Nótt sem fulltrúa þjóðarinnar. Persónulega finnst mér að símakosning í svona keppni eigi ekki að gilda nema í mesta lagi sem 20-30% á móti víðu úrvali af þekktum söngvurum, söngkennurum og lagasmiðum/höfundum eða útgefendum … Í fínu lagi að taka eitthvað mark á og gefa því gaum sem krakkarnir á götunni...

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Well - hún var kosin af “börnum þjóðarinnar” vegna þess að hún höfðar til þeirra sem finnst “prumpbrandarar” fyndnir - að mínu mati auðvitað… Kveðja: Tigercop sem finnst fígúran Silvía Nótt ekki vera neitt annað en prumpubrandari.

Re: Silvía Nótt dæmd úr keppni?

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Persónulega tel ég að hérna sé um eitt allsherjar auglýsinga- og söluplott í gangi. Ég gruna að fígúran “Silvía Nótt” hafi verið sett á þennan lagalista í auglýsingaskyni og til að halda þeirri sjónvarpsfígúru lifandi. Með því að koma laginu áfram í keppnina - og fá svo Silvíu Nótt til að flytja það - og svo “óvart” lekur lagið á netið … Þeir hafa sannarlega vitað fullvel að þjóðin myndi aldrei senda “tilbúna” fígúru til að keppa fyrir Íslands hönd í slíkri keppni svo þetta var gert til að...

Re: Piparsveinn vikunnar!

í Rómantík fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þetta bara vera þrælsniðugt og mér finnst að notendur ættu að gefa þessu tækifæri… Þó svo að ýmsar síður á netinu séu sérstaklega ætlaðar til að tengja saman fólk þá eru þær oft yfirfullar af perrum og nýðingum sem engin veit neitt um. Hérna eru þó einstaklingar sem hægt er að fá eitthvað að vita um áður en út í “blind-date” er farið. Mér finnst þetta sniðug hugmynd og vona bara að hugarar bæði hafi gaman af og skelli sér á “hálf-blind-date” með einhverjum notendum sem kjósa að...

Re: Einhver með góð ráð...?

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það á að þykja ótrúlega gott að sjóða vatn og setja út í það bæði hunang og sítrónu og sötra það fyrir svefninn - róar hálsinn og virkar svæfandi á mann … Nú svo er flóuð mjólk með hunangi líka allra meina bót. Kveðja: Tigercop sem aldrei verður veikur - eða - jú - stundum veikur í something hot and nasty …

Re: 10 ástæður fyrir því að hjónabönd samkynhneigða eru röng!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“7. Obviously gay parents will raise gay children, since straight parents only raise straight children.” Góðir punktar hjá þér Jessalin… Já, það er ótrúlegt hvað sumir einstaklingar geta verið ótrúlega þunnir og skelfilega heimskulegir að halda að “gay” fólk ali eingöngu af sér “gay” börn en “straight” fólk ali af sér eingöngu “straight” börn … Hvað þá með foreldra þeirra sem eru “gay”? Hvernig er það, eru allir þeir foreldrar straight en ákváðu bara að búa til eins og eitt “gay” barn svona...

Re: Hugleiðingar - hver er

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Veistu Damphir .. ég gruna að langflestir sem lásu greinina hafi skilið hana sæmilega og hvað ég var að fara - en hugsanlega eru þeir sömu núna að klóra sér í kollinum og skilja hvorki upp né niður í neinu … En ég reikna með að þetta eina orð sem ég flækti inn í greinina, “sakborningur”, sem kemur fyrir einu sinni í allri greininni - og hugsanlega átti ekki að vera - sé búið að valda þér of miklu hugarangri. Ég endurtek bara það sem ég sagði í lok greinarinnar, en það var: “Kveðja: Tigercop...

Re: Hugleiðingar - hver er

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Veistu Damphir, ég er ekki alveg að skilja þennan hring sem þú ert nú búinn að fara því samkvæmt eftirfarandi ertu að segja nákvæmlega það sama og ég var að segja í greininni, en þú segir svo að ég sé að gera mig að fífli með: Þú skrifar: “Ég skal útskýra fyrir þér þann eina punkt sem ég benti á; það er kjánalegt að tala um meinta sakborninga vegna þess að sakborningur er sá sem sakaður er um glæp (er ekki dæmdur). Þá er talað um t.d. meint ódæði, þ.e.a.s. athæfi sem sakborningur er...

Re: Hugleiðingar - hver er

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Veistu Damphir .. það að þú skulir hafa eitthvað svona mikið á móti mér er ég ekki alveg að skilja en álit þitt á mér eða mínum pælingum skiptir mig sáralitlu og veldur mér engu hugarangri. Þó ég skilji ekki afhverju þú telur þig þurfa að vera á einhvern hátt dónalegur gagnvart mér og hafa eitthvað svo mikið á móti mér að þú þurfir að uppnefna mig og kalla mig fífl - þá er það samt þinn réttur og þín skoðun er jú þín. Persónulega veit ég ekki til þess að ég hafi gert þér neitt, en ef svo er...

Re: Hugleiðingar - hver er

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“Vinkona” þín hefur greinilega ekki fylgst vel með undanfarin ár að mínu mati. Ég á talsvert af skyldfólki á Ísafirði, Bolungavík og þar í kring - enda ættaður að vestan, ég veit meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum frá fyrstu hendi. “Góðir menn” klæðast líka hempu presta og biskupa - en misnota samt unga drengi. Ótrúlegasta fólk er talið “gott” en ótrúlega margir eru hin mestu úrhrök á bakvið “góða” grímu sem hilur hið ljóta … Kveðja: Tigercop sem bindur hér hnút á samtal við einhvern...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok