Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Thyrla
Thyrla Notandi frá fornöld 0 stig

Re: Rottweiler

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tegundirnar sem eru bannaðar eru: Pit Bull Terrier Fila Brasileiro Toso Inu Dogo Argentino kv. Thyrla

Re: hundanir

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Baski: Ég er forvitin. Hver er þessi Jón í Laugardalnum og hvenær voru gerðir upptækir hjá honum hundar? Hvað var það sem þurfti til að það væri gert? Er ekki hægt að nota þetta sem fordæmi í þessu máli þegar rætt er við yfirvöld? Ég er sammála því að hægt væri að koma hundunum fyrir á góðum heimilum. Það er verst að örugglega flestir þeirra glíma við hegðunarvandamál og taugaveiklun vegna vanrækslu (þetta á við um marga af hvolpunum þaðan) og þyrftu því að komast til fólks sem er vant...

Re: Hundamatur

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvar fæst þetta Nurture fóður?

Re: Í sambandi við Dalsmynnisumræðuna

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það sem mér finnst mikilvægast núna er að koma þessari umræðu fram í dagsljósið svo að hún nái til allra og sé ekki bara takmörkuð við þá sem nota netið. Ég er sjálf búin að hafa samband bæði við Morgunblaðið og DV til að vekja athygli á þessu máli. Fleiri ættu að gera slíkt hið sama. Varðandi það að síðan sé nafnlaus finnst mér það fullkomlega eðlilegt. Viðkomandi hefur einhvern veginn komist yfir þessar myndir í óþökk þeirra á Dalsmynni. Ekki er ólíklegt að stofnandi síðunnar fengi kæru í...

Re: Hundamatur

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég er með blending af Schafer og íslenskum fjárhundi og hef prufað ýmislegt þar sem hann er með mjög viðkvæman maga og hættir til að fá niðurgang. Dýralæknirinn telur að hann hafi jafnvel gölluð meltingarfæri. Ég hef prufað fóður sem heitir “James Wellbeloved” og á að vera gott fyrir hunda sem eiga í erfiðleikum með að melta. Síðan hef ég prufað “Science Plan” og einnig sjúkrafóður frá því merki. Nú gef ég honum “Pro Plan” sem fæst í Garðheimum. Mér finnst það mjög gott en keypti það til að...

Re: chihuahua

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég er 100% sammála Schafer. Hundaþjálfarar mæla gegn því að trýni hundsins sé sett ofan í eigið hland eða saur, einfaldlega vegna þess að þeir geta farið að éta saurinn. Þá ertu kominn með hund sem skítur inni og étur það síðan. Ekki mjög geðslegt.

Re: chihuahua

í Hundar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hæ hæ, ekki örvænta þótt hvolpurinn láti ekki að stjórn í fyrstu, það er fullkomlega eðlilegt. Það tekur tíma og þolinmæði að gera hvolp húshreinan. Það mikilvægasta er að ákveðin regla sé á hlutunum, þ.e. að farið sé út með hvolpinn strax og hann vaknar á morgnana og áður en hann fer að sofa á kvöldin, einnig alltaf eftir máltíðir (gefðu honum alltaf að borða á sama tíma) og þegar hann vaknar upp af þeim fjölmörgu lúrum sem hann væntanlega tekur yfir daginn. Farðu alltaf með hann á sama...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok