Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Thurber
Thurber Notandi frá fornöld 52 stig

Re: Edgar Allan Poe

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Allir, sem hafa gaman af Poe, ættu að verða sér úti um “Sögur og kvæði” á hljóðsnældum í flutningi Viðars Eggertssonar. Sumar þýðingarnar eru svo vondar að þær taka upprunalegu sögunum fram í skemmtilegheitum. Pottþétt skemmtun, sem ég hlustaði á kvöldlega í yfir ár, án þess að fá leið.

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Spaceboy: “…en ef ég tryði einhverjum ofsónum sem ég sæji, þætti mér einmitt að Gunnar hefði engan rétt til að segja mér að þegja á einhverjum trúarlegum forsendum” Málið er, að Gunnar segir Þórhalli að “þegja” á forsendum sem Þórhallur samþykkir einnig (a.m.k. í orði). Þú bendir réttilega á að við skulum gefa okkur að hér fari heiðarlegir menn. Því spyr ég: Hvernig getur Þórhallur, trúaður maðurinn, verið jafn “falskur” og hann virðist vera? Hvað réttlætir “kukl” hans í raun og veru. Ég hóf...

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Space Boy: en ef þú værir geðklofasjúklingur og þetta væru þínir órar eingöngu? annars var ég ekki að tala um hvor væri geðþekkari (það er þórhallur tvímælalaust) ég var einungis að velta fyrir mér hvor stæði á traustari grunni og væri sjálfsgagnrýnni. það sýnist mér vera gunnar.

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
tigra: rétt hjá þér. hinsvegar er (eð'a á a.m.k. að vera) samband Gunnars við Guð og Biblíunnar eins og samband barns við foreldri. Ef þú segir syni þínum að hann megi ekki vera úti eftir klukkan 10 og hann þarf að réttlæta snemmbúna heimför fyrir félögunum þá getur hann í raun ekki sagt neitt annað en: “mamma sagði mér að koma heim fyri 10”. Sonur þinn hefði ekki sjálfdæmi í málinu og fær það ekki fyrr en ákveðnum þroska er náð. Nú held ég að Gunnar muni aldrei ná neinum Guðlegum þroska og...

Re: Þórhallur miðill og Gunnar í Krossinum

í Dulspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Elo8: Svar þitt er áhugavert en ég tel það þó nokkuð hæpið á stöku stað. Máski er ég illa upplýstur en þú bendir mér þá bara á hvað ég er að misskilja. Í raun skiptir engu hvort lærisveinarnir voru miðlar eða ekki. Þar með er ekki sagt að fólk hafi leyfi til að miðla. Rétt er að hafa í huga að allt sem hér er skrifað er gert innan þess ramma sem Þórhallur og Gunnar samþykkja báðir, þ.e. kristinnar trúar og Biblíunnar. Gunnar benti á að það væru til “hreinar” og “óhreinar” leiðir til að “vera...

Re: Bentham & lögin

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hér hefur eitt og annað komið fram. En spáið í það. Jón Jónsson brýtur lög (skiptir að sinni ekki máli hvað er). Nú segir dómarinn við Jón: Það var rangt að brjóta lögin.´Þú áttir að fara að lögum vegna þess að… Og botnið nú. Þú segir ekki við Jón: “Þú átt að fara að lögum því það eru hagsmunir þess sterka” því það er í raun það sama og að segja: “Þú skalt fara að lögum því annars refsa ég þér”. Hér er engin binding umfram venjulega hótun. Eins þýðir ekkert að segja að óttinn við glundroða...

Re: Samlagning hraða

í Heimspeki fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Sem þýðir að ef þú skýtur byssukúlu úr lest sem er á 100 km/klst hraða þá fer kúlan 100km/klst hraðar en allar hinar kúlurnar, vinkonur hennar.” Þetta er rangt! Þótt þú skjótir af byssu úr lest þá fer kúlan ekkert hraðar. Ef þú myndir kasta bolta út um framrúðu bíls þá myndirðu keyra á hann svo til strax. Að vísu myndi byssukúlan ferðast hraðar en hinar ef henni er skotið innan í lestinni og miðað er við jörðu, en ef henni er skotið þar er rangt að miða hraða hennar við jörðu.

Re: Rétt eða rangt?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það var rangt af þér að drepa póstmanninn. Þú fórst gáleysislega með vopn og það varð hans bani. Það að þú hafir með því komið í veg fyrir mikla ógæfu síðar snertir málið ekki frekar en þú ert siðferðilega ábyrgur ef þú bandar frá þér fiðrildi á Karíbahafinu með þeim afleiðingum að hundruðir deyja í fellibyl þúsund mílur í burtu. Það er þekking þín á því sem þú ert að gera sem skapar siðferðilega rétt og rangt og ábyrgð. Þess vegna eru sumir ósakhæfir. Það er til dæmis hvorki rétt né rangt...

Re: Eitt líf er ekkert líf

í Heimspeki fyrir 21 árum, 12 mánuðum
“Það er ekkert náttúrulegt við það að geta skilið og skynjað og í framhaldinu skilið að maður skilji og skynjað að maður skynji, það er tvímælalaust yfirnáttúrulegt.” Þetta er skrítið! Við skynjum ekki að við skynjum þótt við vitum að við skynjum - en samt vitum við ekki af hverju við skiljum að við skynjum.

Re: Vændiskonur & barnaníðingar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Enn hef ég ekki séð svar við spurningu minni. Ég spyr því í síðasta skipti en læt svo þetta viðfangsefni gott heita. Vændi er ólöglegt. Samt eru sumar konur sem stunda það. Löggjafinn telur að þessum konum beri ekki að refsa fyrir vændið vegna þess að… Sá sem getur botnað þetta fyrir mig fær gott klapp á öxlina frá mér. Hér er ég aðeins að hugsa um hugmyndafræðina að baki þeirri yfirlýsingu sem við heyrðum öll í fjölmiðlum fyrir stuttu. Þetta kemur vændi sem slíku lítið við. Löggjafinn er...

Re: Vændiskonur & barnaníðingar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þannig að í raun hljóta yfirvöld að vera að segja að vændiskonur séu á einhvern hátt ekki sjálfráðar gerða sinna. ( Þau virðast nefnilega ekki leggja blessun sína yfir verknaðinn, ég meina - sama nefnd vill banna einkadans!!!) Þeim á ekki að refsa af svipaðri ástæðu og þeirri að rangt er að refsa þroskaheftum? En eru vændiskonur þroskaheftar? Eða konur yfirleitt?

Re: Vændiskonur & barnaníðingar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég vil byrja á að þakka gthth fyrir að benda réttilega á að auðvitað er þetta heimspekileg spurning en ekki einungis almennt dægurþras. En ég hefði líka viljað fá aðeins heimspekilegri svör. Mér sýnist að menn telji að rétt sé að taka refsiarminn af vændi vegna þess að vændiskonur (eða menn) eru ekki afbrotamenn heldur saklaus fórnarlömb. Hvers vegna segja menn það? Hver eru rökin? Hver er munurinn á verknaði vændiskonu (gefum okkur að henni sé nokkuð sjálfrátt) og barnaníðingi (sama hér)...

Re: Vændiskonur & barnaníðingar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Auðvitað hafa verið til menn sem alltaf hafa viljað lögleiða vændi, klám og jafnvel fíkniefni á þeirri forsendu að ekkert fórnarlamb sé til staðar. Hitt er forvitnilegt að í tillögum nefndarinnar er ekki um neinn svona rökstuðning að ræða. þar er einungis sagt að “glæpamenn” af þessari ákveðnu tegund séu fórnarlömb sem ekki beri að refsa. Mér dettur því í hug að spyrja hvað er svona sérstakt við þessa tegund af glæpamönnum? Skiptir kyn þeirra máli? Hvers vegna kemst nefndin að þessari...

Re: Hvernig velferð viljum við ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
gmaria, þú segir: „Málið er það að annars staðar en á Íslandi er það metið til gæða að fiskur sé veiddur með vistvænum veiðarfærum. Allt umtal um slíkt hefur verið drepið á dreif hér á landi fyrir tilstuðlan þeirra er hafa hagnast á stórútgerð“ Á vissan hátt er er þetta ekki alveg nákvæmt. Smábátafiskur hefur t.a.m. hingað til ekki þótt mikið eftirsóttari en togarafiskur hjá þeim sem kaupa fisk vegna þess að hann er gjarnan mengaðari af hringormi en hinn og kostar meira að vinna hann. Þannig...

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Að öllu gamni slepptu, þá vantar enn heilmikið upp á að ljóst sé hvernig þetta á allt saman að vera ranglátt. Ef frá er skilin einhver rómantísk hugmynd um að “fjárfesta í landinu” eða eitthvað slíkt, hefur aldrei verið skýrt hér af hverju ekki á að skattleggja húseignir. Ég borga himinháan skatt af bensíni og ef ég keypti ávísun sem veitti mér bensín einu sinni í mánuði, það sem ég á eftir ólifað, þá væri ég líka skattaður það sem ég á eftir ólifað. Ég borga heilmikinn skatt af bókum sem ég...

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Miðað við það sem þú segir, gthth minn, virðist þetta alls engin fyrirhyggja hjá Jóni, fyrst skattarnir eru svona sligandi. (ö,)

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
gthth: Svo við tökum saman það sem rætt er um: “Jón sparar launin sín eftir að hann hefur greitt af þeim skatt. Gunnar eyðir aftur á móti sínum” Eftir nokkur á kaupir Jón “húsið fyrir peninginn sem hann hefur safnað sér ”. Nú borgar hann skatt af því sem hann kaupir sem væri “Allt í lagi, ef þetta gilti nú jafnt um alla.” En “Gunnar, sjáiði til, þarf ekki að greiða aftur skatt af peningunum sem hann vann sér inn. Það er enginn sem biður hann um kassakvittanir fyrir farmiðunum út og öllum...

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
gthth: Svo við tökum saman það sem rætt er um: “Jón sparar launin sín eftir að hann hefur greitt af þeim skatt. Gunnar eyðir aftur á móti sínum” Eftir nokkur á kaupir Jón “húsið fyrir peninginn sem hann hefur safnað sér ”. Nú borgar hann skatt af því sem hann kaupir sem væri “Allt í lagi, ef þetta gilti nú jafnt um alla.” En “Gunnar, sjáiði til, þarf ekki að greiða aftur skatt af peningunum sem hann vann sér inn. Það er enginn sem biður hann um kassakvittanir fyrir farmiðunum út og öllum...

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
gthth: mér var ljós þessi munur sem þú talar um. Ég tel hann einfaldlega ekki skipta því meginmáli sem þú vilt vera láta. Hann gerir ekki annað dæmið ranglátt en hitt ekki. Það er þrennt, sem ég vildi benda á: A) Þú verður líka að skoða muninn á “fjárfestingunum”. Utanlandsferð er að öllu leyti “uppsöfnuð heild launa” Gunnars eins og húsið er hjá Jóni. Þar er enginn munur. Hinsvegar er utanlandsferð ekki sambærileg eign. Það væri fáránlegt að skattleggja eina ferð, ár eftir ár, löngu eftir...

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Sum sé: það sem ég sé nú að er ankannalega illa orðað hér að ofan er þetta: A) Jón sparar og kaupir hús. B) Gunnar gjálifir. A) Jón borgar skatt af peningunum í banka. B) Gunnar borgar skatt af þeim peningum sem hann á í banka (séu þeir einhverjir) A) Jón borgar skatt af eignum sem hann kaupir. B) Gunnar borgar skatt af þeim vörum eða þjónustu sem hann kaupir. Spurningin er því þessi: hver er munurinn?

Re: Réttlæti, ranglæti og eignarskattur

í Heimspeki fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki að sjá punktinn. Húsegandinn er ekki að borga tvöfaldan skatt af laununum sínum. Hann borgar skatt af þeim einu sinni og svo af því sem hann kaupir. Það skiptir engu hvað það er. Húsið á hann og borgar því skatt. En það er skattur á sígarettum, áfengi, brauði, flugmiðum, klósettpappír o.s.frv. Alls staðar er skattur. Ef einhver fer til útlanda og sleppur við skatt er dæmið ekki sambærilegt. Eignin er ekki í útlöndum og þótt hún væri það er alls ekki víst að sömu skattr væru á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok