Siglfirska íþróttamenn greinir nokkuð á um það hvort Knattspyrnufélag Siglufjarðar var stofnað árið 1928 eða 1932. Í grein sem rituð er í KS blaðið árið 1950 er sagt að kunnugt sé að félagið hafi verið stofnað 1928 en að fundargerðir frá þeim tíma séu glataðar. Um stofnendur félagsins segir: “Það voru þeir Kjartan Bjarnason, gjaldkeri Sparisjóðs Siglufjarðar, Þorvaldur Stefánsson, framkvæmdastjóri BSO á Akureyri, ég, undirritaður (Aage Schioth), Erlendur Þorsteinsson, fyrrv. Alþingismaður,...