Þetta fyrirbæri, sem Calliope lýsir, var kallað MARA hér áður fyrr, og orðið martröð er dregið af. Það var djöfull sem sat á brjósti manna í svefni og olli slæmum draumförum. Auk þess var því trúað, að til væru kven- og karldjöflar, sem sóttu að mönnum í svefni, en þessir djöflar hétu INCUBUS ef þeir voru karlkyns, en SUCCUBUS þeir sem voru kvenkyns. Þá er hægt að fæla burt með því að hugsa ekki um þá og láta sem þeir séu ekki til. Það er ráð galdraspekinga við illri aðsókn af öllu tagi....