Sæll Kristján. Þú villt vita hvað þarf til að fljúga fisi. Það þarf að ná bóklegu prófi sem er tekið eftir að hafa setið námskeið hjá viðurkennsu fisfélagi, einnig þarf að standast verklegt próf eftir að hafa tekið ákv. fjölda flugtíma og er hluti þeirra með viðurkenndum kennara. Einnig þarf læknisvottorð sem er það sama og í einkaflugi. Skv. fisreglum þá mega fis ekki fljúga í stjórnuðu loftrými nema með leyfi flugstjórnar. Flest fis eru með talstöðvar og hafa þannig samband við turn eins...