Hið margrómaða leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Á Herranótt, sýnir í ár hið vinsæla leikrit Hundshjarta eftir Michail Bulgakov í Tjarnarbíó. Snýst leikrit þetta um heimsþekktan vísindamann, sannkallaðan afreksmann á sviði líftækni, sem tekst á við það viðamikla starf að breyta hundi í mann, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Með hlutverk vísindamannsins Dr.Umba fer Karl Ágúst Þorbergsson en hægri hönd hans, Dr.Bordal er leikinn af Hilmi Jenssyni. Aftur á móti fer Sigurður Arent Jónsson...