Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Thoka
Thoka Notandi frá fornöld 2 stig

Re: Langar til að gera tíkina mína að mömmu

í Hundar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég lenti í að fá hund á blendingstíkina mína bundna inni í girtum garði hjá mér og var í kjölfarið með svona kokteilsgot. Mín tík er einmitt ekki með besta geðslag í heimi og það sem ég vil segja þér er að hún versnaði við gotið, ekki batnaði eins og margir halda fram að sé alltaf raunin. Við náðum að koma 6 af 8 hvolpum en tveir fengu að sofna svefninum langa :( En það var eftir að hafa haldið hvolpunum í 14 vikur við að reyna að koma þeim út… Þess vil ég líka geta að ótrúlega margir höfðu...

Re: "KÍ lítur á starfsemi heilsuskóla sem verkfallsbrot"

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
8 ár!!! þú átt líklega við 4 ár til stúdentsprófs og 3 í viðbót í kennarann. Og miðað við það fólk sem ég þekki og er í námi í khi, er þetta ekki brjálæðislega erfitt. Mínir vinir þarna að brillera í námi ásamt því að vinna kannski allt að 50% vinnu, djamma allar helgar og hafa í raun ekkert fyrir þessu… veit að það þarf ekkert að vera almennt en þetta er það sem ég horfi á Auk þess finnst mér það gleymast að lágmarkslaun kennara sem þeir tala um og fara fram á núna miðast við 28 tíma...

Re: Snobb?

í Hundar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Að sjálfsögðu er það eðlilegt að ræktunarfélög upphefi hreinræktaða hunda, en ég er sammála því að það sé furðulegt að félagsskapur sem lítur að vinnuhundum skuli gera greinarmun á blendingum og hreinræktuðum, blendingar ættu ekki að vera neitt síður hentugir sem vinnuhundar (í veiði ofl)Reyndar eru blendingar ekki litnir hornauga þegar kemur að þjálfun leitarhunda, enda hefur það sýnt sig að þar er þeim oft að ganga mjög vel

Re: Réttlætið finnur Jón hjá Frjálslyndum.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
auk þess má benda á, sökum þess að margir þaddna úti gleypa það hrátt sem um kvótakerfið er sagt án þess að kynna sér nánar, að auglýsingar samfylkingar um kvótakónga á spáni er nú að mestu leiti út í hróa hött. Þeir til dæmis segja ykkur ekki frá því að útgerðirnar eru að leigja frá sér kvóta í einni tegund, og til sín kvóta á annara til að geta haldið áfram veiðum út kvótaárið ef kvóti útgerðarinnar í einni tegund er uppurinn. Bátur A á kannski 5 tonn af þorski eftir og ekkert af ýsu, hann...

Re: Loksins:Stjórnmálaflokkur með metnað í menntamálum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
auk þess er markmið flokkana vonandi ekki bara að fjölga fólki í skólum, heldur fyrst og fremst að bæta menntun, meðal annars með því að hafa samræmd stúdentspróf, skóli og menntun eiga ekki að vera ekkert mál. Ef svo er þá fyrst er menntakerfið að bregðast, og með að fjölga í skólunum, þá er held ég aðalmálið að krakkar hér eru ekki tilbúnir að leggja neitt sérlega mikið á sig, þess vegna eru krakkar að hætta í framhaldsskólum. Þeir sem voru með mér í framhaldsskóla (1999-2002) hættu sumir...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok