Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheySeeMeTrollin
TheySeeMeTrollin Notandi frá fornöld 1.414 stig
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.

Re: Ónýtt hár

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Enda er Beckham alls ekki cool. Varstu að tala um alvöru móíkana hanakamb ?

Re: FYRSTUR!!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
… Og þetta hætti að verða fynd.. nei, ég meina, þetta varð aldrei fyndið. Grow up.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég er mjög sammála þessari grein. Nútímasamfélagið er grimmt og gráðugt, og slíkt samfélag er ekki til góðs fyrir fólkið í því. Í slíku samfélagi eykst streyta, fátækt, ofsöfnun valds og peninga á fáa aðila svo að aðeins fáir af ókostunum séu nefndir. Mér finnst að í þessu sem og svo mörgu öðru hafi Einstein enn og aftur hitt naglann á höfuðið. Góðar stundir, kv. Glaurung Smá innskot út úr til mal3: Það var Robert Oppenheimer en ekki Einstein sem að fann upp kjarnorkusprengjuna.

Re: FYRSTUR!!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta syndrome er algengt hjá notendum erlendra foruma og síðna, og ég er ekki á eitt sáttur við að þessi andskotans lágmenning sé að breiðast út hér á vefnum. Svarið almennilega, eða látið það vera að svara! Ég legg til að það verði skorin upp herör gegn hvers konar svona rugli hérna, eða þessi vefur breytist úr vef lífgandi umræðna í búr fullt af gargandi öpum. Segjum skilið við vitleysuna, og ræðum málefnin eins og menn, ekki eins og einhverjir óþroskaðir bavíanar!<br><br>Kv. Glaurung -...

Re: Ný mynd aftan á Cocoa Puffs pakkana!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já, og ekki nóg með að þessar myndir séu hundgamlar, þær eru líka leiðinlega teiknaðar, textarnir ömurlegir og bara allt að þessu. Ég fékk leið á þessum pökkum daginn sem að ég sá þá! Endilega að stofna til undirskriftalista fyrir nýja mynd.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: Íslenskt málfar í útrýmingarhættu á netinu.

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En þú getur stytt málið og gert það mun gagnorðara ef að góð kunnátta er fyrir hendi. Ísland, bezt í heimi! (og það á líka við um íslenskuna) Góðar stundir, kv. Glaurung

Re: Afgreiðslu

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ætli afgreiðslufólkið sem að fnæsir á þig sé bara ekki jafn pirrað á því og þú á þeim. Ég vinn við afgreislustörf, og það er alveg voðalega niðurdrepandi þegar að kúnnarnir ætlast til að maður sé alltaf voða næs, en eru sjálfir svo fúlir að að þeir stíga á munnvikin á sér. Þannig að ég vil bara nota tækifærið til að segja: Verum jákvæð við afgreiðslufólkið, og afgreiðslufólkið mun vera jákvætt við þig. Mun skemmtilegra fyrir báða aðila að vera bara í góðu skapi þegar að viðskiptin fara fram....

Re: Fordómar

í Músík almennt fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jamm, fordómarnir leynast víða. Ég tek mína tónlist frá ýmsum stöðum, en af útvarpsstöðvunum höfðar Radio Reykjavík alveg langmest til mín, og það hefur hreinlega ekki komið fyrir að þar heyri ég leiðinleg lög. Ég einskorða mig þó ekki við þá tónlist eingöngu, þó að ég hlusti mest á líka tónlistóg þá sem að þar er spiluð, hef ég einnig gaman að klassískri tónlist, rappi í litlu magni, kvikmyndatónlist og svo mætti lengi telja. Það sem að ú er hinsvegar að gerast í tísku tónlistarheiminum...

Re: Ónýtt hár

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég vil bara þakka fyrir öll svörin, greinielgt að ég hef verið að gera þetta vitlaust allan tíman. Jæja, þá er bara að vona að hárið fari að batna úr þessu ;) Góðar stundir, kv. Glaurung

Re: Afhverju þurfa allir að vera eins??

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég geng nú bara í þeim fötum sem að ég vil, en ég hef fetað hinn myrka stíg 17 fólksins (a.m.k. í fötum :P) Núna hinsvegar geng ég bara í því sem að ég vil ganga í og mér þykir þægilegt, og líður mun betur með sjálfan mig. Mér þykir það bull að allir falli inn í einhvern flokk, og að nefna okkur mh-inga sem einhverja einsleitninga er nú bara algert þrugl, því að ég hef sjaldan séð jafn mikið af alvöru einstaklingum og þar. Mitt ráð til allra: Verið þið sjálf og ykkur mun vegna vel. Góaðr...

Re: Íslenskt málfar í útrýmingarhættu á netinu.

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það að taka upp ensku er ein vitlausasta hugmynd sem að ég hef lengi heyrt… Og ég hef heyrt þær ansi margar get ég sagt þér. Íslenskan er okkar móðurmál, og lýsir okkur Íslendingunum ótrúlega vel, sem og öllu okkar umhverfi. Íslendingar tala hinsvegar flestir fleira en bara íslensku, og þetta sérhæfða mál okkar hvetur okkur til að læra fleiri mál, því að enginn skilur okkur á okkar móðurmáli ;) Góðar stundir, kv. Glaurung

Re: Fyrir hverjum berid tid virdingu

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nú er svo komið að ég bera enga sérstaka virðingu fyrir neinum hóp. Ég ber aðeins virðingu fyrir þeim sem að verðskulda hana, svosem hinum ýmsu frumkvöðlum og baráttumönnum t.d. Einstein, Móður Teresu, Mahatma Ghandi og fleirum í þeim dúr. Allir þeir sem að beita ofbeldi eru hinsvegar engrar virðingar verðir. Hópar eru of víðtækir til að ég beri virðingu fyrir þeim í heild. Hver verður að sanna sig til að verðskulda virðingu.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: Ætti að lögleiða ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég var alltaf á móti lögleiðingu, en ég held að ég sé farinn að mýkjast í því áliti mínu á málinu. Áfengi og Tóbak eru bæði hættuelg efni sem að eru þó leyfð. Neysla áfengis veldur því oft að fólk verður árásargjarnt, og tóbak er meðal mest ávanabindandi efnum í heimi. Þessi efni eru´þó leyfð, og hassið er álíka skaðlegt. Hinsvegar er það nú þannig með marga Íslendinga að þeir vilja ofnota hlutina. Ég held að það yrði fyrst um sinn sprenging í kannabisneyslu eftir lögleiðingu, og margir...

Re: Nokkrar hugleiðingar um greinaskriftir.

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég er alveg svakalega sammála þér um þetta. Held að þarna hafi allt komið fram sem að fram þurfti að koma, og ég vil bara þakka fyrir þetta innlegg þitt í umræðuna.

Re: Athugasemdir varðandi málfræði og stafsetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég stunda það nú aldrei að gagnrýna greinar/greinasvör vegna stafsetningar, en hinsvsvegar fara þessar villur svakalega í taugarnar á mér. Ég er næsta viss um að þónokkur hluti af þessu fólki sem að er með svona mikið af villum er bara einfaldlega ekki að vanda sig, og þessvegana kemur textinn út torskiljanlegur. Þetta er ekki bara um að koma pointinu til skila, heldur að gera það á aðgengilegan hátt svo að fólk sjái nú almennilega um hvað persónan er að tala. Mér finnst að allir ættu að...

Re: Villur!!!!

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sammála því, sá þetta strax… Og þótti það ekkert sérlega sjarmerandi :/ En myndin heldur þó áfram að vera mikil snilld þrátt fyrir þetta.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: ASkur

í Spunaspil fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ja, nú veit ég ekki. Held varla, þetta var prentuð bók, mjög þykk á gormum. Framan á var svo mynd af auga o.fl. ég lærði Ask hjá öðrum höfundi þess, og hann seldi okkur spilið og bækurnar. Vona að þetta hafi eitthvað hjálpað með að finna það út ;)<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: ASkur

í Spunaspil fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jamm, minnir a.m.k. að það heiti það, þó er langt síðanáð ég sá það síðast. En burtséð frá nafninu er alllíklegt að ég geti reddað því… held ég.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: Ólöglegur ferðamaður aflífaður!

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er nú alveg fáránlegt… heyrði þetta í fréttunum og mér hreinlega blöskraði. Það að eigendum kattarins drösluðu honum með til landsins sýnir væntalega hversu vænt þeim hefur þótt um hann, og að skjóta svo bara grey dýrið. Sjálfsagt hefur það ekki fundið mikið til, en ég er viss um að eigendurnir verða ekki samir eftir þetta. Sammála Geira85 um að best hefði verið að senda köttinn í einangrun. Ekki væri ég aflífaður á staðnum þó að ég kæmi með HABl frá Hong Kong, og það var ekki einu...

Re: hversvegna er maður feimin?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Feimni er líka alveg svakalega vítt hugtak. ég á í engum vandræðummeð að tala fyrir framan 300 manns og fleir í þeim dúr, en þegar kemur að hinu kyninu er ég alveg ónytur af feimni. Finnst allt koma öfugt út úr mér, þori ekki að horfa framan í þær o.fl. Þessi feimni er leiðindamál. Ég náði að hætta að vera feimin viðað tala fyrir framan margmenni og fleira þessháttar, en hef ekki hugmynd umhvernig á að laga hitt. Góðar og (vonandi) feimnislausar stundir, kv. Glaurung

Re: Hver stígur fyrsta skrefið?

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Annaðhvort er ég alveg gjörsamlega blindur á öll þau skilaboð sem að stelpr gefa frá sér, eða enginn stelpa rynir við mig. Og ég er líka mjög feiminn þegar að kemur að þessum málum, þó að ég sé ekki feiminn dags daglega.

Re: Vandamál hjá unglingum í dag

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það að taka eitthvað til að breyta hugarástandi sínu hefur fylgt manninum frá örófi alda, og ég sé ekkert óeðlilegt við að gera það. Þetta er bara eitt af því sem að maðurinn vill gera, prufa nýja hluti og sjá heiminn öðruvísi. Unglingar byrja margir að drekka um 15 - 16 ára aldurinn, oftast í óþökk foreldra, og reyna mjög að leyna því. Það tekst misvel, en samt halda unglingarnir áfram að drekka. Það leikur enginn vafi á því að oftast er gaman að vera fullur. Ég t.d. þekki engan sem að það...

Re: Of bjart!

í Tilveran fyrir 21 árum, 4 mánuðum
HVaða rugl er það að geta ekki sofið í birtu… Bara herða sig, þýðir ekkert svona væl þegar ap það er bjart allan sólarhringinn.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: ASkur

í Spunaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
hmm.. ég myndi helst ekki vilja selja mínar bækur, en án efa gæti ég reynt að redda þessu frá einhverjum sem að ég þekki. Væri þá líklegast í fínu ástandi.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.

Re: ASkur

í Spunaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég á Ask og gæti liklega reddað ævintýrinu auga Mímis líka.<br><br>Kv. Glaurung - Onen i-Estel Edain, ú-chebin estel anim.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok