Leiðin er auðvitað mögnuð, en ég mæli með að taka útúrdúr í Stykkishólm, sem er líklega fallegasta bæjarstæði landsins. Svo er líka rosalegt að fara með ferju út í Drangey. Mývatn og Ásbyrgi eru algjört möst, fínt að koma við hjá Dettifossi líka. Pikknikk í Hallormastaðaskógi, sigling á jökulsárlóni og labb upp að Svínafellsjökli úr Skaftafelli. Gullfoss og Geysir alltaf klassík. Svo bara njóta útsýnisins á leiðinni og frekar taka lengri tíma og fleiri stopp en hitt. Skemmtu þér vel :D