Mér finnst kominn tími á að menn fari að beina augunum að einhverju öðru en eilífum hagnaði og sívaxandi hagvexti. Það hreinlega getur ekki gengið endalaust, og peningamarkaðskerfið er gróflega komið úr sambandi við auðlindirnar sem það var eitt sinn bundið. Fákeppnin er slæm, en það er erfitt að reka hana á brott í jafn litlu hagkerfi og er á Íslandi.