Það má reyndar vera að það sé rétt að margir séu bara að herma, en það er samt ekki laust við að undanfarin ár hafi verið gríðarleg uppsveifla í hvers konar skapandi starfi hér á landi. Ég vona innilega að þessi þrýstingur á ungt fólk að það sé töff og kúl eða vera einstakur og skapandi efli meðal þeirra áhuga á menningu og geri það að verkum að fleiri leggi stund á iðju sem bætir við menningarflóruna. Ef að allir byrja að æfa sig að teikna og spila tónlist, eru þá ekki meiri líkur á að...
Nú, hvers vegna viltu meina að ég sé það ekki? Þú kannski heldur að ég sé einn af þessum litríku eftirhermu krökkum, en þar hefurðu rangt fyrir þér. Ég er nefnilega listmenntaður, fer reglulega á tónleika, listasýningar og í leikhús, er með mjög persónulegan fatastíl, hlusta á alls kyns óvanalega tónlist og er síteiknandi. Ég passa eins og flís við rass við artí-bóhem týpuna, án þess þó að reyna neitt annað en að vera ég sjálfur. Svona sirka eins og það sem þú kallar upphaflegt artí ;)
Já, sumar tilfinningar eru algjör óþverri. Það að líða eins og það sé verið að éta mann upp að innan er ein af þeim. Dettur einherjum annars í hug góð þýðing fyrir þetta hugtak, annað en beinþýðingu úr ensku?
http://www.politicalcompass.org/printablegraph?ec=-5.88&soc=-6.41 Hef færst til vinstri síðan ég tók þetta seinast. Ætli það sé ekki kreppunni að kenna.
Tjah, þau eyða nú samt ekki hvort öðru út :P Annars færi ég þér skammarhatt fyrir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, hann á ekki skilið eitt einasta atkvæði.
Framsóknarflokkurinn fékk 32 stig af 60 mögulegum eða 53% Vinstrihreyfingin - grænt framboð fékk 31 stig af 60 mögulegum eða 52% Borgarahreyfingin fékk 29 stig af 60 mögulegum eða 48% Frjálslyndi flokkurinn fékk 26 stig af 60 mögulegum eða 43% Sjálfstæðisflokkurinn fékk 21 stig af 60 mögulegum eða 35% Samfylkingin fékk 20 stig af 60 mögulegum eða 33% Lýðræðishreyfingin fékk 17 stig af 60 mögulegum eða 28% Kýs líklega VG til að gera mitt til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.
Tjah, ætli svarið sé ekki að hafa stjórn á drykkjunni. Ekki það að ég sé neitt svakalegur í því, 70% af skiptunum sem ég drakk man ég ekki 70% af því sem gerðist. Eins og það slökkni bara á minninu… það er no good.
undir, ofan á, gegnum, inn í, út fyrir, fyrir aftan, fyrir framan, út úr, til hliðar við, upp á, aftan á, framan á, við hliðina á, neðan á… Semsagt brúnt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..