Full staða á frístundaheimili er 49,1% starfshlutfall, og launin innan við 100.000 á mánuði. Vinnutíminn er frá 13:40 til 17:00, og yfirvinnubann yfirstandandi. Hver getur lifað á því? Ég er ekki hissa að fólk taki frekar atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að starfið sé raunar mjög skemmtilegt. Ef lækka á atvinnuleysisbætur verður að koma til einhverskonar mótvægisaðgerða af hálfu ríkisins.