Ég flutti til Bretlands í eitt ár, reyndar ekki sem skiptinemi, en fjölskylda mín flutti öll. Þetta var mjög erfitt en mjög skemmtilegt um leið, og þvílík lífsreynsla. Í fyrstu var ég á móti þessu og vildi alls ekki fara og ég hélt líka að þetta yrði alveg eins og í byrjun skólaárs, átti enga vini, átti erfitt að tala hiklaust, og skildi ekkert í náminu. Ég hélt líka að ef ég færi, að þá myndi ég ekki eiga neina vini þegar að ég kæmi til baka. Þetta þótti mér mjög þungt og eyddi eiginlega...