Íslenski hesturinn. Sagan. Hesturinn lifði villtur og litu menn á hann sem hvert annað veiðidýr þar til fyrir um 6000 þúsund árum þegar fyrstu mennirnir fóru að temja þá. Hirðingjar í Asíu sem flökkuðu um í hópum á milli svæða eru taldir fyrstir til að temja hesta. Þeir byrjuðu á að flytja búslóðina á hestunum og beita þeim fyrir tvíhjólavagna. Síðan fóru þeir að nota hestinn til reiðar sem gerði þeim m.a. kleift að fara víðar yfir. Þessi nýja aðferð, að temja hesta, breiddist svo út um víða...