Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Narada, 4. kafli (5 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ola, hér fáið þið 4.kaflann, sem gæti verið síðasti kaflinn sem ég sendi, ef ég fæ engin komment á hann. Anyway, lesið ef þið viljið. —- 4.kafli. Sem er kaflinn sem þið kinnist Lilju og lærið meira um varúlfa. Ekkert rosalega mikið, samt. ,,Vaaaaaaakna!” Hvíslaði einhver í eyrað á Brimari. ,,Æ, tíu mínútur í viðbót…” Muldraði hann til baka. ,,Brimar, vaknaðu!” Hann hrökk upp. Það var ennþá nótt og í bjarma eldsins sá hann glitta í rautt hár og gul augu. ,,Þú aftur,” sagði hann pirraður og...

Narada, 3.Kafli (1 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Guten tag! Það er svolítið síðan ég sendi inn síðasta kafla, svo að hér fáið þið 3. kafla, vona að ykkur líki hann, og segið mér hvað má laga að ykkar mati. — 3.kafli Í honum kynnist þið álfalegri Lúdýu, hérafæði og grilluðum Dinn. ,,Vaknaðu, svefnpurka!” Sagði rödd við Brimar og hristi hann. ,,Æ, ekki núna. Ég er ekki svangur,” bullaði hann. Honum hafði dreymt allveg fáránlega. Eitthvað um griffinn sem hét Myrkvi og risastórann varúlf sem hét Lúdýa og lofaði að rétta honum hans eigin...

Hver er besta gjöfin? (9 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Þetta er jólasaga sem ég skrifaði fyrir Jólasögusamkeppni í skólanum (og vann fyrstu verðlaun fyrir, I might add,) og mér langaði að senda hana hérna inn, til að sjá hvað ykkur myndi finnast um hana. Enjoy! — Hver er besta gjöfin? Engillinn Sariel andvarpaði, og leit niður af þaki ráðhússins yfir markaðinn, þar sem mennirnir voru uppteknir í jólainnkaupum. Nokkur börn í garðinum í íbúarhúsinu til hliðar voru að búa til snjókarl, og Sariel velti því fyrir sér hvenær hann hafði síðast gert...

Narada, 2.kafli (6 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Jæja, hér kemur annar kafli af Narada, vona að ykkur líka hann. — 2.kafli Sem er sá kafli þar sem rætt er um: Pirrandi spádóma, gamlar Brasilíur og keppni. Yrja Ester starði á gömlu varúlfynjuna. ,,Heh?! Deyja! Ég held nú ekki! Ég ætla mér sko ekkert að deyja strax!” ,,Þú hefur engu um að ráða,” sagði Lupe róleg. ,,Þetta eru örlög ykkar.” ,,Ég hefði nú kosið að ráða örlögum mínum sjálf,” sagði Yrja fíld. Myrkvi horfði á hana eins og hún væri einhver stórkostlegur asni. ,,Ertu skrítin? Maður...

Narada, 1. Kafli (20 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Þetta er saga sem ég hef verið að skrifa í þó nokkurn tíma núna, ég er komin með nærri því tíu kafla. Fyrsti kafli er svolítið langur, og ef ég fæ góða gagngríni á þennann kafla, þá sendi ég inn fleiri. ————- Einu sinni var… Svona byrja margar sögur. Allavegana margar gamlar ævintýrasögur um karl og kerlingu í koti sínu. Þetta er ekki þannig saga. Held ég. Eiginlega veit ég ekki hvernig saga þetta er. En ef þú vilt máttu lesa hana. Það er allt undir þér komið hvort sagan klárast eða ekki....

Tíminn og Alkemistinn. (11 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þessi saga er ekki framhald af hinni sögunni minni, Stjörnuryk og Alkemistinn, þó svo að ég noti sömu persónur. Mig langar að reyna að breyta þessu í almennilega kaflasögu, en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því. Vinsamlegast engin skítaköst. — Tíminn og Alkemistinn. ,,Hmm…” Ég beit í tunguna á mér. Núorðið er mér eiginlega hætt að bregða þegar ég heyri svona óvænt í Alkemistanum, en þér myndi líka bregða ef að einhver myndi læðast svona aftan að þér. Ég leit upp frá þvottinum sem ég...

Stjörnuryk og Alkemistinn - keppni (8 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Stjörnuryk og Alkemistinn. ,,Stjörnuryk,” sagði Alkemistinn, sem hafði setið hljóður við skrifborðið sitt inni í stofu síðustu tvær stundir er kominn fram í eldhús, og hallar sér upp að dyrakarminum. Ég hafði verið að vaska upp með hugann við eitthvað allt annað og krossbrá. Ég beit í tunguna á mér til að skrækja ekki, en sagði bara: ,,Ha?” ,,Stjörnuryk, Marcia. Við erum gerð úr stjörnuryki.” Svarar hann mér þolinmóður. ,,Ég er ekki allveg viss um að ég skilji þig,” segi ég óþolinmóð. Ég hef...

Skulduggery Pleasant - Trivia (7 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Skelmir Gottskálks – Trivia. Mér datt í hug að skella inn eitt stikki Triviu um Skelmir Gottskálks (Skulduggery Pleasant) Sendið mér svörin í pm! — Hvað heitir höfundur bókarinnar? (1 stig) Hvað er Skelmir Gottskálks? (1 stig) Hvernig varð hann það? (2 stig) Er Skelmir hans raunverulega nafn? (1 stig) Hvað heitir félagi hans og nemandi? (1 stig) Hvað er tökunafnið hennar? (1 stig) Hvað er elemental? (2 stig) Úr hverju eru Holmennin (The Hollow Men) (1 stig) Hvað ver nafnabókina? (1 stig)...

Upphafið (6 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Uppahafið. Hún féll á harða jörðina og misst sverðið. Hann beindi sverði sínu að hjartanu á henni. ,,Hvar er kórónan!” sagði hann ískaldir röddu. Þó að hún væri í hræðilegri aðstöðu brosti hún hæðnislega. ,,Aumingja Ravakaskv. Þú hefur ekkert að færa herra þínum. Hann verður ekki glaður.” Ravakaskv átti erfitt með að missa ekki stjórn á sér. ,,Ég endurtek. Hvar. Er. Kórónan.!?” Hún brosti enn. ,,Ég segi þér það ekki,” sagði hún róleg. ,,Sama hvað þú gerir.” Seiðskrattinn geiflaði sig. ,, Þú...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok