Dag einn fór ég niður á strönd. Það var eins og eitthvað togaði í mig. Eitthvert ókunnugt aðdráttarafl, togaði mig niður á strönd. Á ströndina fór ég og lagðist í sandinn, hann var heitur. Ég horfði á skýin og bjó til myndir úr þeim. Ég sá fíl, mann og lítinn engil. Ég boraði tánni í sandinn og bjó til hjarta, en svo kom hafið, sjórinn, marinn (eða hvað sem það er kallað) og breiddi út faðminn og sandurinn varð aftur eins og áður, sléttur blautur, gerður úr milljónum lítilla korna sem enginn...