Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheGreatOne
TheGreatOne Notandi síðan fyrir 18 árum, 8 mánuðum Karlmaður
1.318 stig

HM - EM Spurningakeppni 8 (11. des - 30. des) - Spurningar & Svör (13 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Jæja, þá tekur þessi áttunda spurningakeppni enda og hið sama gerir árið 2006. Þáttaka var feyki góð en 22 einstaklingar sendu inn svör sín og vill ég þakka þeim þátttökuna. Að auki vill ég nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegt nýtt ár. Og munið að fara varlega í gamlárskvölds steikina og flugeldana. Ég óska þeim 4 sem voru með rétt svar við öllum spurningunum til hamingju. Purki - 20/20 Sigurdurjons - 20/20 Summi – 20/20 Vikkisig – 20/20 Kitiboy – 19/20 Walcott32 - 18/20 Gurkan –...

Gleðileg jól! (4 álit)

í Græjur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Fyrir hönd stjórnenda á Græjur vil ég þakka fyrir liðið ár og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. -TheGreatOne

Gleðileg jól! (2 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Gleðileg jól! Fyrir hönd stjórnenda á HM-EM vil ég þakka fyrir liðið ár og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég vill einnig minna á HM-EM Spurningarkeppnina sem er í fullu fjöri í augnablikinu. Spurningarnar má finna á aðalvalmynd áhugamálsins. Hvet ég alla til að taka þátt. Nánari upplýsingar fást einnig í greininni hér fyrir neðan sem ber titilinn “HM - EM Spurningakeppni 8 (11. des - 30. des)” -TheGreatOne

HM - EM Spurningakeppni 8 (11. des - 30. des) (8 álit)

í Stórmót fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nú þegar árið 2006 líður að lokum er tilvalið tækifæri til að reyna á ykkur, Hugara kæra, og sjá hversu vel þið minnist stórmótsins í sumar. HM 2006, sem haldið var í Þýsklalandi. Spurningakeppnin að þessu sinni mun því alfarið tengjast HM 2006 og öðru í kringum hana. Með þessu hyggjumst við hér á HM – EM kveðja þetta eftirminnilega stórmót í bili. Nú hvetjum við alla til að taka þátt! Já, spurningakeppnin er hafin á ný og hvetjum við ykkur, Hugara kæra, til að taka þátt til að bæta virkni...

Spenna/Drama – Jólagjafalistinn 2006! (37 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Spenna/Drama – Jólagjafalistinn 2006! Já… þá styttist í daginn sem okkur öllum hlakkar til… Já, þið vitið öll hvað ég á við, og ætla ég því ekki að útskýra nánar. En hér eru allavega klárlega lang bestu DVD settin til að fullnægja öllum þínum villtustu sjónvarpsefnis draumum… Hvaða betri leið finnst til að eyða dimmum köldum vetrar degi en að horfa á góðan þátt. Settu upp sparibrosið og gerðu þig tilbúinn til þess að suða í mömmu, því hér eru aðal settin!: 24 – Season 5 24 hafa löngu...

Boðorðin 10 og Markaðssetning (25 álit)

í Húmor fyrir 18 árum, 1 mánuði
HVERNIG MÓSES FÉKK BOÐORÐIN 10. Guð fór til arabana og sagði, “ Ég er með nokkur boðorð til ykkar til að auðvelda líf ykkar.” Arabarnir spurðu, “ Hvað eru boðorð.” Drottinn svaraði, “Það eru lífsreglur.” “Gætir þú gefið okkur dæmi?” “Þú skalt ekki drepa.” “Ekki drepa? Höfum ekki áhuga.” Svo Hann fór til svertingjanna og sagði, “Ég er með boðorð.” Svertingjarnir vildu fá dæmi og Drottinn sagði, “Heiðra skalt þú föður þinn og móður.” “Föður? Við vitum ekkert hver er pabbi okkar.” Hann fór til...

Desperate Housewifes – 303 - Eða tekur það þrjá? (20 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 1 mánuði
Desperate Housewifes – 303 - Eða tekur það þrjá? Hinar aðþrengdu ákveða að taka sér frí yfir helgi nokkra í von um afslöppun og rólegheit. Brúðkaups ferð Bree og Orsons endar þó áður en hún byrjar þegar Bree kemst að því hvar Andrew, sonur hennar, hefur verið undanfarna 7 mánuði. Gabrielle hittir fyrrum garðyrkjumann sinn, John Rowland, og er hún hissa á hversu mikið hann hefur breyst. Lynette og Nora halda áfram að rífast um hversu stór hluti Nora er orðinn af fjölskyldulífi þeirra Lynette...

Heroes – Nýji smellurinn á NBC! (33 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 1 mánuði
Heroes – Nýji smellurinn á NBC! Fyrsti þáttur nýju þáttaraðarinnar, Heroes, var sýndur þann 25. September. Hvorki meira né minna en 14.3 milljón manns horfðu á þáttinn það kveldið og hefur drama þáttur á NBC ekki fengið slíkt áhorf í yfir 5 ár. Heroes er þáttaröð sem er ekki lík neinni annarri í sjónvarpi í dag. Þetta er afskaplega sérstakur Drama / Sci-Fi þáttur og það er augljóst að hann á ekki eftir að höfða til allra. Það segir sig sjálft að margir eiga eftir að búast við hörku spennu,...

Desperate Housewifes – 302 – Það Tekur Tvo (33 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 1 mánuði
Desperate Housewifes – 302 – Það Tekur Tvo Edie fær óvænta heimsókn frá vandræðamiklum, ungum frænda sínum og býður hún honum að dveljast hjá sér. Bree og Orson gifta sig á meðan Gabrielle og Carlos hitta skilnaðarlögfræðing. Látin kona finnst grafin og hafa allar tennur hennar verið fjarlægðar. Orson er beðin um að koma til að bera kennsl á líkið sem er talið vera af fyrrverandi konu hans. Hinsvegar virðist þetta ekki vera hún þegar bæði hann og fyrrverandi vinkona hennar halda því fram að...

Desperate Housewifes 301 - Þær eru komnar aftur! (30 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Desperate Housewifes eru byrjaðir aftur! Já, þá er þriðja sería hafin og mætti segja að það sama gamla sé komið á nýjan leik. Eva Longoria hefur reyndar sleikt sólina talsvert síðan sería 2 var á kreiki. Desperate Housewifes hafa unnið sig inní hjörtu karla og kvenna undanfarin ár og stimplað sig inn sem spennandi, dramatískir og umfram allt kómískir þættir sem taka létt á nánast hverju sem er. Þættirnir hafa boðið uppá þægilega afþreyingu og hefur það verið afslappandi að tylla sér niður og...

5 Bestu Illmenni Kvikmynda Sögunnar! (Keppni) (138 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Já, hef hugsað þetta þannig að þessi grein taki þátt í Greinasamkeppninni. Jæja, langar aðeins til að rýna í vondu kallana. Þeir fá ekki alltaf nóg hrós, enda slæmir. En fyrir vikið eru þeir svalir til útlits, sterkir og notast við brögð sem eru ekki hetjunum sæmandi. Eða, já, eitthvað þannig. Allavega, látum vaða! 1. Hannibal Lecter (Anthony Hopkins) – Silence of the Lambs (1991) Hver kannast ekki við hinn vitfirrta, brjálaða, gáfaða, mannétandi Hannibal “The Cannibal” Lecter? Hugsanlega...

The Rolling Stones 1961-1971: Kynlíf, eiturlyf, dauði og Rokk & Ról (8 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Eitthvað sull sem maður sauð saman á yngri árum. Langaði bara að deila þessu með ykkur. __________ Inngangur. Hljómsveitin The Rolling Stones er sú rokk hljómsveit sem hefur lifað lengst. Hún hefur grætt meira en allar aðrar hljómsveitir á tónleikaferðum og hefur hún verið kölluð heimsins besta Rock & Roll hljómsveitin síðan seint á sjöunda áratugnum og á hún þann titil skilið. Hljómsveitin er oft talin vera andstæðan við Bítlana, með sín hráu, hörðu blús-rokk lög. Þeir byrjuðu að spila...

Prison Break - Betra en svarthvítir ástarsmellir frá 1940? (52 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Prison Break. Allir eru alltaf að tala um Prison Break. Ef það er ekki Prison Break, þá er það Lost. Ef það er ekki Lost, þá er það Prison Break. Eru þessir þættir jafn góðir og Hype’ið gefur í skyn? Samkvæmt síðustu Prison Break greininni, er þetta tóm steypa sem ætti að forðast eftir bestu getu. Núna langar mér einnig að rýna nánar í það vinsæla sjónvarpsefni sem kallað er Prison Break. Er Prison Break gæða sjónvarpsefni sem mun lifa áfram í minningu okkar um ókomin ár? Verða þessir þættir...

Jerry Lee Lewis - Live at the Star Club, Hamburg (10 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Í þessari grein ætla ég að fjalla um “Live” plötuna Live at the Star Club, Hamburg en er það hinn eini sanni, Jerry Lee Lewis sem leikur listir sínar með hljómsveitina “The Nashville Teens” bakvið sig á Star Club klúbbnum fræga í Þýskalandi, Hamburg. Margir þekkja hugsanlega þetta nafn í samhengi við Bítlana. Eins og áður kom fram er þetta Jerry Lee Lewis platan “Live at the Star Club, Hamburg” – Ekki plata sem hefur selst í ótal milljóna eintökum, en vissulega plata sem skýst á topp “Live”...

Prison Break 201 - Ný sería, ný upplifun (44 álit)

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Prison Break – 201 Jæja, þá er áhorfi mínu á nýja Prison Break þættinum lokið. Fyrsti þátturinn í splunkunýrri seríu sem virðist ætla að skera sig talsvert frá fyrri seríunni. Borgaði biðin sig? Er hér einungis verið að reyna að græða á okkur með slöku framhaldi? Lítum nánar á það. Prison Break æðið hefur nú verið í gangi í talsverðan tíma. Nánast allir fylgdust með Michael og gengi er þeir reyndu að brjótast útúr virkinu sem hannað var til að halda þeim inni. Flestir voru á þeirri skoðun að...

HM 2006 – Hvítklæddu Riddararnir: Mín Upplifun (60 álit)

í Stórmót fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Sumir gætu bent mér á að þessi grein kemur dáldið seint, en hey… mér er sama, ég var bara rétt í þessu að jafna mig eftir Heimsmeistaramótið. Og hér kemur mín ræma sem ég ætla að reyna að fylla af heimskulegum lýsingarorðum svo þið sjáið öll hvað ég er klár. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er sennilega einn stærsti íþróttaviðburður heims. Augu heimsins hvíla á þessari keppni og eru alltaf miklar væntingar til hennar. Sjálfur lít ég á HM sem besta viðburð heims, punktur. Alltaf á fjagra...

Mín spá um 8 Liða Úrslitin á HM 2006 (26 álit)

í Stórmót fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Mín spá um 8 Liða Úrslitin: Vinsamlegast ekki gagnrýna mig eða kalla mig vitleysing og hálfvita af því að ég spái því að uppáhalds liðið þitt sigri ekki. Þetta er einfaldlega mín spá, ekkert sem segir að ég hafi rétt fyrir mér. Endilega komið með eigin álit, en ekkert væl takk. Öll megum við hafa skoðun. Leikur 1 Þýskaland – Argentína Ég held að leikur Þjóðverja og Argentínu verði einn sá mest spennandi leikur mótsins hingað til. Hér mæta tvö þrusugóð lið til leiks og verður að sjálfsögðu...

Bruni (Enginn sérstakur titill) (5 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þessi saga er eftir mig og félaga minn, Sigurð Má Hannesson. ,,Ég þoli þetta ekki mikið lengur. Sorgin er óumberanleg.” Valtýr sat einn á bekk í Miðbænum með tárin í augunum og hugsaði. Hann hafði verið á rölti alla nóttina eftir áfallið. Stígvélin hans voru moldug og slitin eftir langa göngu. ,,Þau eru farin,” hugsaði hann með sér og kastaði frá sér logandi eldspýtunni. Venjulega var hann ekki mikill reykingarmaður en núna skiptu venjulegu gildin ekki lengur máli, ekkert var raunverulegt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok