Það er örugglega búið að gera svona grein oftar en einu sinni en ég hef aldrei sent svona inn og mig langaði að koma af stað nýrri umræðu um lög. Ekki bestu lög í heimi, ekki með flottustu gítarsólóum, heldur eitthvað sem snerti þig andlega, fékk þig til að hlusta á aðra tónlist eða breytti á einhver hátt lífi þínu. Voða gaman hvað ég get fengið lög til að hljóma væmin. Endilega postið lögin og segið líka hvernig þau höfðu áhrif á þig. Allavega, ég skal byrja… Cherub Rock - Smashing Pumpkins...