Ég lenti í rifrildi nú um jólinn við ágætan kunningja minn um það mál sem ég held að margir stangaveiðimenn lenda í. Nefnilega sleppingar á laxi og silungi. Ég er einn af þeim veiðimönnum sem veiði á allar græjur og er ekki með þær kredur sem sumir fluguveiðimenn eru með að viðkomandi er ekki veiðimaður nema hann/hún taki upp trúna og hafni öllum veiðitækjum nema flugunni. Ég vel mér veiðitæki eftir aðstæðum en ekki eftir hvað er í tísku. Jú vissulega er það gott og gilt að menn veiði...