Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Varðandi atburði (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Bara stutt athugasemd til þeirra sem senda inn atburði á þetta áhugamál: Það má alveg leggja smá meiri vinnu í þá en bara að skrifa titilinn á atburðinum og dagsetningu og klikka svo á senda takkann. Ef þetta er eitthvað sem þið hafið raunverulegan áhuga á að auglýsa og vekja áhuga annarra á þá myndi það vera margfalt áhugaverðara að setja með mynd og að minnsta kosti stutta lýsingu. Það tekur 5 mínútur max. Þá væru allavega meiri líkur á að fólkið sem veit ekkert um hvað málið snýst hefði...

Gleðileg Jól (3 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 1 mánuði
Stjórnendur Leikjatölvuáhugamálsins vilja óska öllum leikjaunnendum gleðilegra jóla með von um harða pakka undir trénu :) Þó þið fáið ekki leikinn eða XBOX360 vélina sem þið báðuð um skuluð þið muna að njóta jólanna með ykkar nánustu og vera ánægð með þær gjafir sem þið fáið!

Útlitsbreytingar (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Glöggir kunna að hafa tekið eftir smávægilegum breytingum í uppröðun kubba á áhugamálinu fyrir einhverjum vikum en ég ákvað að stokka enn betur upp í þessu í dag þó breytingarnar séu samt ekki stórvægilegar. Einnig fór ég í gegnum tenglasafnið á sama tíma og ég breytti til hérna um daginn, eyddi þar út flokkum, flutti tengla á vitlausum stöðum á rétta staði og eyddi út dauðum tenglum.

Nýr stjórnandi mættur til leiks (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég hef tekið við sem einn af (mörgum) stjórnendum þessa ágæta áhugamáls okkar. Ætla að taka fyrir mér meðal annars að hressa aðeins upp á greinarnar sem hafa ekki verið gríðarlega margar upp á síðkastið auk þess að skera upp herör gegn lélegum könnunum. Stefni líka á að bæta nokkrum klippum í myndbandasafnið okkar góða við fyrsta tækifæri. (Við frekari eftirgrennslan geta bara ofur-adminar sett skrár inná skráarsvæði huga svo ég get víst ekki komið inn nýjum myndböndum eins og ég hafði...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok