Ég get ekki séð að það hafi neinn tekið eftir eða komið eða bara vitað af tískusýningu nemenda í hönnun í Rvík, sem var haldin 11.-12. apríl! Svo mig langaði bara til að segja aðeins frá henni! Allur ágóðinn rann til Regnbogabarna svo að saumaður var regnbogakjóll sem sýndur var í lok hverrar sýningar! Hátíðin var algjörlega í höndum nemenda, og þá aðallega nemenda í FG og FB, og var haldin í ókláruðu atvinnuhúsnæði sem var í byggingu í Borgartúni! Uppsetningin var frábær og var hver skóli...