Muse gáfu frá sér frumraun sína 1999, Showbiz. Sú plata var ansi róleg og voru Muse að leita að sínum stíl. Henni var mikið líkt við Radiohead og var mikið af fordómum í þeirra garð. Origin of Symmetry kom 2001 og eftir það hefur þessi Radiohead hugmynd dottið upp fyrir. Origin of Symmetry kom með meira rokk og nýja ímynd fyrir Muse. Nú árið 2003 er komin út þriðja skífa Muse. Margir segja að þriðja plata hljómsveitar sé sú erfiðasta og eflaust margt til í því. Muse hafa allveganna staðist...