Menn ættu að jafnaði að borða mat sem brotnar hægt niður í meltingarkerfinu og heldur blóðsykurmagninu í jafnvægi í lengri tíma, þ.e. rétt næg orka til þess að keyra þig áfram en ekki of mikil til þess að líkaminn fari að safna henni. Lítið unnin matvæli eru oft einföld og við erum fljótari að melta þau, svo sem ávexti, grænmeti og hnetur, hins vegar eru mikið unnar vörur, t.d. fransbrauð eða reykt saltað kjöt lengi að meltast. Þannig að það er nú ekki algilt að við eigum að borða mat sem...