Ég veit nú ekki hvort Guðjón Þórðarson sé lausn á einhverjum vanda, núverandi þjálfarar eru að vinna gott starf og ættu að fá lengri tíma til að vinna með liðinu. Aftur á móti er ég ósáttur með eitt atriði sem lengi hefur viðgengist í sambandi við landsliðið. En það er hversu algengt það er að leikmenn sem eru í atvinnumennsku en komast jafnvel ekki á bekkinn hjá liðum sínum eða eru að stíga upp úr meiðslum í engu formi, komast í liðið á kostnað leikmanna sem spila hér heima á Íslandsmótinu.