Hvernig stendur á þessu með íslenskar fantasíubækur? Ég uppgötvaði fantasíu fyrir 4-5 árum, og hef verið virk í að lesa flest sem ég kemst yfir í þeim flokki síðan. En ég fór strax að taka eftir því að það var mjög lítið til af þessum bókum á íslensku, og það litla sem til var var næstum því alltsaman þýtt efni. Á öllum þessum tíma hef ég séð samtals tvær eiginlegar fantasíubækur eftir íslenskan höfund (báðar eftir Heiði Baldursdóttur; barnabækurnar Álagadalurinn og Leitin að demantinum...