Já þetta er allt stuffið mitt. byrjum á aðal exinni minni: Gibson Les Paul Studio Plus(soldið langt nafn), ég er búinn að eiga þennan í svona tvö og hálft ár. ég fékk mér nýja pickuppa í hann fyrir stuttu, Seymour Duncan, geðveikt feitt og flott sound. Næst er það nýjasti gripurinn, ESP/LTD MH-400. þennan nota ég í metalið. það kemur flott hljóð úr honum ef ég plugga honum í muff. næst er það fysti gítarinn minn: Hohner klassískur, veit ekkert meira um hann nema að hann var keyptur í Rín....