Fyrir þónokkru síðan vaknaði ég upp af værum svefn, mér til mikillar undrunar gat ég hvergi hreyft mig, ég gat ekki opnað augun, ég reyndi að tala en ekkert kom nema bara smástuna. Mér fannst eins og það sæti fullt af fólki ofan á mér að halda mér, mér fannst eins og ég væri að sökkva hægt ofan í rúmið eins og ég hefði þyngst um nokkra tugi kílóa. Hefur einhver lent í þessu ?? Eina sem mér datt í hug að þetta væri stig á milli svefns og vöku, þar sem þú ert meðvitaður en ekki að fullu...