Eternal Tears of Sorrow er finnsk melodic deathmetal sveit (symphonic deathmetal á þessari nýjustu plötu sinni reyndar) sem ég hef ekki séð mikið talað um hér á Huga, ef eitthvað. Var eiginlega að uppgötva hana bara í gærkvöldi sjálfur, heyrði nokkur lög á YouTube og varð strax húkkt. Datt í hug að vekja smá athygli á henni hérna. Örugglega ekki fyrir alla, en fyrir aðdáendur melodic deathmetal er þetta vonandi kærkomin og áhugaverð viðbót í safnið ef þið hlustið ekki á þetta nú þegar! ^^...