Nei, þetta er ekki regluspurning, heldur ábending. Ég rakst nefninlega inn á nýja myndasögu eftir Rich Burlew, höfund hinna vinsælu Order of the Stick, á www.wizards.com, sem heitir Five Foot Steps og fjallar um mátulega klassískan D&D-hóp. Það eru ekki komnar nema 5 sögur hingað til, og ég hef ekki hugmynd um hversu oft þetta uppfærist, en þetta lofar góðu. http://www.wizards.com/default.asp?x=rpga/hq/polyffs1