Gári er af ættbálki páfagauka, sem eru útbreyddir í hitabeltinu, einkum á suðurhveli jarðar, bæði í Gamla og Nýja heiminum og í Ástralíu. Páfagaukar lifa t.d. víða í Afríku sunnan Sahara og þaðan fengu Rómverjar þá fyrst sem búrfugla. Snemma á landafundaöld bættust mönnum svo stórar og litskrúðugar páfategundir Suður-Ameríku, einkum frá Amasón-svæðinu, en það var ekki fyrr en á 19. öld sem menn kynntust hinum litskrúðugu smápáfagaukum í Ástralíu. Gári tilheyrir hópi smápáfagauka, sem...