Sendiboðinn Ég var ungur, fátækur, svangur og grannur er ég hringdi í hið auma auðvald og bað um bein að naga af alsgnægðar borðunum. Auðvaldið svaraði og hlustaði á mig biðjast minnar bónar, en sagði ekki neitt. Fyrst hugleiddi ég hvort að þögnin þíddi, já, ég fengi bein að naga og örlitla hjálp í lífinu! En svo fór ég að hugsa hvort það væri ekki bara þannig að viðmælandi minn passaði sig á að segja ekki neitt, því fá orð bera minnsta ábyrð. Ég bað til Guðs um svar hvað ég skyldi gera....