Orðið Hypothetisti er myndað af höfundi kvæðisins og er einskonar samnefnari, sem allir rómantískir jarmarar og lýriskir vælukjóra gengu upp í. Það er hugsað þannig, að hypothetistinn sé persóna, sem lifi líktog í hypothesum í stað þess að mæta lífinu með opnum augum sannreyndanna. Kvæðið er knúið fram af viðbjóðslegri klígju og velgju við öllum þeirra tíðar Huldum, huldumeyjum og sólveigum, (Hin rétta mynd nafnsins, Sólveig, þótti óskáldleg.)slotum, krystallshöllum og smalakofum (reikna ég...