(Félagsleg harmsaga um mann, sem var árvakur) Það var eitt sinn á Íslandi rétt eftir aldamótin 1999-2000, að ungur maður var á götunni í þunnri peisu fyrir yfirhöfn einni saman yfir harðasta vetrartímann. Napurt og næðingssamt getur það verið fyrir ungan mann. Frost og hríðar nörtuðu og bitu í hann, þar sem hann var yfirgefinn á götum í því allsnægta landi, hinu guðsútvalda Íslandi, þar sem hvíslað er að þér, að þú sért einn hinna útvöldu, eigir þú þér ættgöfgi að baki. Maður okkar hafði átt...