Detroit Rock City er ein af mínum uppáhalds gamanmyndum. Hún var gefin út árið 1999 og leikstýrð af Adam Rifkin, en handritið samið af Carl V. Dupré. Með aðalhlutverk fara þeir Edward Furlong, Natasha Lyonne, Sam Huntington og James Debello. Myndin gerist undir lok áttunda áratugarins, þegar KISS-æðið stendur hæst. Hún fjallar um fjóra unglingspilta, sem halda til Detroit-borgar vegna þess að þeir halda sig hafa unnið miða á KISS-tónleika þar í borg í útvarpsþætti. En í gleðivímu sinni í...