Hæ rifflar og rósir! Um daginn átti ég leið hjá Skífunni á Laugaveginum. Ég kíkti inn til að sjá hvort það væru nokkur tilboð, og viti menn, heilt borð af geisladiskum sem kostuðu aðeins 999 kr. Ég grandskoðaði að sjálfsögðu borðið og skemmtilegt bros færðist á varir mínar þegar ég kom auga á disk sem mig hefur lengi langað í, en ekki tímt að kaupa mér vegna þess hve hann er dýr. Þetta var 2. breiðskífa Guns n' Roses, GN'R Lies. Ég kippti að sjálfsögðu disknum að mér, gekk að búðarborðinu og...