Erfitt er að segja hver upptökin á öllu þessu voru en ein af helstu ástæðunum var sú að Seldjúkar voru að sækja í sig veðrið og þar sem Býsansríki átti erfitt með að verja sig gegn þessum nýju herskáu óvinum, kölluðu þeir á hjálp frá páfa sem nær undir eins kallaði til kirkjuþings og boðaði þar til fyrstu krossferðarinnar. Ástæður páfa fyrir þessum snöggu viðbrögðum voru ekki þær að hjálpa þessum kristnu bræðrum sínum og tryggja síðustu varnir Evrópu gegn Seldjúkum, þær voru aðeins þær að ef...