Kenning Marx er tilkomumikil tilraun til að fella margar ólíkar hugmyndir saman í eitt kerfi, skýra þróun manns og heims, greina mótsagnir borgaralegs skipulags, sem þá var að taka umskiptum vegna örrar iðnþróunar og benda á lausn þeirra. Marx hafði fest sjónir á nýju sögulegu afli, öreigastéttinni,er hann kallaði svo, iðnverkamönnum borganna, sem áttu ekkert að selja á frjálsum markaði nema vinnuafl sitt Þessi nýja stétt væri skilgetið afkvæmi iðnbyltingarinnar og hún yrði að taka...