Ég er ung stelpa og mig langar til að hefja flugnám og verða flugstjóri en ég er samt ekki alveg viss um það. Það er nefnilega það að það hvílir á manni svo mikil ábyrgð að fljúga flugvél eða þotu fulla af farþegum. Þetta er samt ekki ástæðan fyrir því að ég vil ekki fara í flugnám. Flugnám er líka dáltíð dýrt, allavega það sem ég hef kynnt mér. Síðan er það önnur ástæða, að mér finnst þetta vera meira kallastarf en kvenna starf allavega það sem ég hef heyrt um þá eru flugstjórar oftast...