Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Superbia
Superbia Notandi síðan fyrir 21 árum, 2 mánuðum Karlmaður
368 stig

Óður (6 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum
Þetta byrjaði allt í partýinu hjá Bigga sem við Rósa fórum saman í. Biggi hafði alltaf verið hrifinn af Rósu og ég vissi það. Hann átti heima í frekar lítilli íbúð á 5. hæð í blokk í Kópavoginum. Íbúðin var kannski ekki svo lítil, mér fannst það bara af því að hún var full af fólki. Full af fullu fólki. Músíkin var alltof hávær og ég var orðinn alltof drukkinn til að vita hvað væri upp og hvað niður. Ég varð að fara út á svalir. Að fá mér frískt loft. Og sígó. Ég renndi svalahurðinni til...

Hef ekki augun af þér (7 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum
You're just too good to be true. Can't take my eyes off you. Ég sé þig labba niður ganginn á móti mér. En þú ert langt í burtu. Þú ert svo fullkominn það drepur mig næstum. Ég trúi því varla að ég skuli fá að vera ein með þér hér á ganginum, þó það sé ekki nema í nokkrar sekúndur. You'd be like heaven to touch. I wanna hold you so much. Við nálgumst hvort annað. Mér finnst eins og þú hafir aðdráttarafl sem gerir þig ómótstæðilegan. Það finnur það samt enginn nema ég. Ég vildi að ég gæti...

Hetja (5 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum
Ég vakna við hávært píp. Ekki er klukkan orðin 7 strax. Ég teygi mig í símann en átta mig á því að hljóðið kemur ekki frá honum. Klukkan er líka bara 4:23. Ég stend upp og teygi mig og finn þá fyrst fyrir reyknum. Það er kviknað í. Pípið kemur frá reykskynjaranum frammi í stofu sem hangir í loftinu yfir sjónvarpinu, virðist svo tilgangslaus í hversdagsleikanum. Hann hefur sannað að hann gerir gagn. Og nú er komið að mér. Ég held fyrir munninn og hleyp inn til mömmu og öskra að henni; Eldur!...

Nú þegar ekkert (11 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum
Það heyrðist öskur utan úr stofunni en það var ekkert nýtt. Mamma og pabbi voru bara aftur að rífast um framhjáhaldið hennar mömmu þannig að nágrannarnir heyrðu til. Það var samt erfitt að sofna úr hávaðanum. Ég fann tár myndast í auganu en flýtti mér að þurrka það burt. Ég var bara þreyttur. Ég vaknaði frá djúpum svefni. Svefninn var það besta sem ég vissi. Gott að komast burt. Ég klæddi mig og fór fram. Allir sátu við morgunverðarborðið og átu í hljóði. Ég settist hljóðlega við borðið og...

Leikur við skugga (4 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Mér datt þessa sögu bara í hug þegar mér leiddist í tíma og fannst hún frekar sæt þannig að ég skrifaði hana niður. Þetta er fyrsta sagan mín sem ég set hérna inn (og líka fyrsta sagan mín bara ever). Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Alveg síðan ég man eftir mér hef ég talað við skuggann minn og ekki nóg með það heldur svaraði hann mér. Við lágum saman á kvöldin í myrkrinu og spjölluðum um allt. Ég þurfti nefnilega ekki ljós til að heyra í honum Skugga. Hann varð fljótlega besti...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok