Þetta byrjaði allt í partýinu hjá Bigga sem við Rósa fórum saman í. Biggi hafði alltaf verið hrifinn af Rósu og ég vissi það. Hann átti heima í frekar lítilli íbúð á 5. hæð í blokk í Kópavoginum. Íbúðin var kannski ekki svo lítil, mér fannst það bara af því að hún var full af fólki. Full af fullu fólki. Músíkin var alltof hávær og ég var orðinn alltof drukkinn til að vita hvað væri upp og hvað niður. Ég varð að fara út á svalir. Að fá mér frískt loft. Og sígó. Ég renndi svalahurðinni til...