Hérna er nýrómantískt ljóð eftir jóhann Jónsson sem mér finnst virkilega fallegt: Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í brjósti, hvar? Við svofelld annarleg orð, sem einhver rödd lætur falla á vorn veg - eða að því er virðist vindurinn blæs gegnum strætin, dettur oss, svefngöngum vanans, oft drykklanga stund dofinn úr...