Áhugaverð pæling En ég er ekki sammála henni að öllu leyti. Víst er það rétt að að mörgu leyti er okkur kennt hvað er gott og hvað er vont. Okkur var kennt í barnaskóla að Guð væri góður og Djöfullinn væri vondur. Hversu rétt og satt það er verður hver að finna fyrir sjálfan sig. Fyrir nokkrum árum las ég bókaflokk sem snerist að mörgu leyti um trúarbrögð. Þar var tekið á Lúciferskenningunni, erkienglunum, syndum, prestum miðalda, nornaveiðum, ólíkum skoðunum, ólíkum trúarbrögðum. Eftir að...