Ég setti þennan póst líka inná Heilsu, en mér þætti fróðlegt að vita hvað djömmurum finnst um þetta, það sem að þetta mál varðar jú alla sem sækja skemmtilífið. Í framhaldi af könnuninni sem er í gangi núna, hvað finnst ykkur um þetta, reykingar á skemmtistöðum? T.d. hér Í Noregi (þar sem ég er í sumar) er búið að setja fram og samþykkja ný lög um reykingar á öllum skemmtistöðum, börum, kaffihúsum og líka á útibörum og útikaffihúsum þar sem segir að frá 01.01.2004 verður bannað að öllu leyti...