Ég keypti minn PRS Custom 22 notaðan á eBay á einhvern 220.000 kall kominn til landsins fyrir ca. 11 mánuðum held ég. Hann er alveg með þykkari háls en maður er vanur, en maður venst því fljótlega aftur. Fékk hann með Seymour Duncan (Dragon pickuparnir fylgdu reyndar með líka) og hefur verið alveg frábær, heldur stillingu alveg út í eitt, tunerarnir solid, sándar ótrúlega vel aðallega í cleani, en líka í distortion, og síðast en ekki síst er hann gullfallegur. Mæli hiklaust með þessum...