Kvæðið um Lindeló Eina sögu nú syngi sem getur, sérhver maður sem fella kann tár, um piltinn sem vann fyrir pétur og púlaði öll æskunar ár. Sífellt erfiði, strit og ofbeldi voru aumingja piltungans raun og frá morgni og fram að kveldi fékk hann flengingar og skammir í laun. Ungi Lindeló átti sér bróður og eina systur í armæðuheim. Engan föður samt áttu né móður, Aleinn Lindeló sá fyrir þeim. Í stóra skógi var bág um borgun og brauðið úr trjáberki var. Hann varð að róa til vinnu hvern morgun...