Ég var að velta þessu fyrir mér þegar ég var að horfa á viðgerðirnar sem er verið að klára við Hallgrímskirkju. Ég var að spá semsagt hvernig standi á því að fólk fari ekki fram á frekari sannanir á tilvist guðs áður en það felur sig á vald trúarleiðtoga. Það er ekki eins og við séum að tala um tannálfinn eða álíka fyrirbæri heldur eru prestar og klerkar sennilega með valdamesta fólki í heimi. Páfinn til dæmis og ayatollah Khomeini í Íran eru feykilega valdamiklir. Ég velti þessu sem sagt...