Þegar það er próf hjá mér ákveð ég alltaf að ég ætla að eyða 6 klukkutímum að læra undir það. Svo kem ég heim úr skólanum. Ætla að fara að læra rétt bráðum en þá finn ég eitthvað annað að gera og ég segi alltaf, eftir 5 mínútur, eftir 5 mínútur og svo er klukkan orðin 11 að kvöldi og þá byrja ég oftast og læri fram á nótt, er hálf sofandi í prófinu um daginn. Og ég læri aldrei af þessu rugli. Ég geri þetta alltaf aftur þó að ég lofi sjálfum mér því að gera það ekki.