Davíð Oddsson tilkynnti á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag að skerðing örorkubóta verði endurgreiddar fjögur ár aftur í tímann. Óskertar bætur verða greiddar út 1. febrúar, en fyrri skerðing þann 1. apríl með sömu vöxtum og ofgreiddir skattar, 5,5%. Davíð sagði engan ágreining hafa verið í ríkisstjórninni um málið. Hann lagði á það áherslu að það eru eingöngu hinir best settu meðal öryrkja sem njóta góðs af þeim breytingum sem gerðar verða á útreikningum bóta héðan í frá, það er að...